Draumur Bandaríkjamanna varð að engu

Frá viðureign Tékka og Bandaríkjamanna.
Frá viðureign Tékka og Bandaríkjamanna. AFP

Draumur Bandaríkjamanna að vinna sinn fyrsta ólympíumeistaratitil í íshokkí karla í 38 ár varð að engu í nótt.

Bandaríkjamenn töpuðu fyrir Tékkum í átta liða úrslitunum, 3:2, þar sem úrslitin réðust í vítakeppni. Petr Koukal skoraði eina markið í vítakeppninni og skaut þar með Tékkum áfram í undanúrslitin en Pavel Francouz, markvörður Tékkanna, hélt marki sínu hreinu í vítakeppninni.

Tékkar, sem eiga möguleika á að vinna sín fyrstu verðlaun á Vetrarólympíuleikum í 20 ár, mæta Rússum eða Norðmönnum í undanúrslitunum á föstudaginn en Rússar og Norðmenn eigast við síðar í dag í átta liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert