Heimamenn upp um deild með fullt hús

Frá leik Íslands og Hollands.
Frá leik Íslands og Hollands. Ljósmynd/Stefán Örn

Holland er komið upp í 1. deild karla í heimsmeistarakeppninni í íshokkí eftir að liðið vann alla leiki sína í A-riðli 2. deildarinnar á heimavelli.

Hollenska liðið hafði mikla yfirburði í riðlinum og vann sannfærandi sigur í öllum leikjum sínum. Holland skoraði 42 mörk og fékk aðeins fimm mörk á sig. Sætið í 1. deildinni var tryggt með 9:2-sigri á Ástralíu í dag. 

Holland fór illa með Ísland er þau mættust í 2. umferð og vann 11:1-sigur. Ísland leikur síðasta leik sinn á mótinu gegn Belgum og hefst leikurinn kl. 18:00. Hann verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert