Tvö HM á Íslandi og SA í Evrópukeppni

Miloslav Racansky var valinn besti maður Íslands á HM í …
Miloslav Racansky var valinn besti maður Íslands á HM í Mexíkó í ár. Ljósmynd/Bjarni Helgason

Bæði karla- og kvennalandslið Íslands verða á heimavelli á heimsmeistaramótunum á næsta ári. SA Víkingar leika í Evrópukeppni í haust.

Eins og fram kom á mbl.is í gær verður HM kvenna á Akureyri 23.-29. febrúar á næsta ári. HM karla fer svo fram í Skautahöllinni í Laugardal 19.-25. apríl. Þar verða ásamt Íslandi lið Belgíu, Nýja-Sjálands, Georgíu, Mexíkó og Búlgaríu, en liðin leika í B-riðli 2. deildar.

Landslið U20 pilta leikur í Sofiu í Búlgaríu 13.-19. janúar, í 3. deild. U18 piltalandsliðið leikur svo í Istanbúl í Tyrklandi 16.-22. mars, einnig í 3. deild.

Þá mun karlalandsliðið leika aftur í forkeppni Ólympíuleikanna í lok þessa árs, eða 12.-15. desember, í Brasov í Rúmeníu. Ísland verður í riðli með Rúmeníu, Ísrael og einu liði til viðbótar sem kemst áfram úr fyrri umferð.

Meistaraflokkur karla hjá Skautafélagi Akureyrar, SA Víkingar, tekur svo þátt í Evrópukeppni félagsliða næsta haust líkt og í fyrra þegar liðið vann sinn riðil í 1. umferð en féll svo úr leik í 2. umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert