Pétur Guðmundsson með lið sitt í úrslit í Noregi

Kongsberg Penguins, liðið sem Pétur Guðmundsson þjálfar, er komið í úrslit í norsku deildinni, lagði Oslo Kings 82:67 í fimmta leik liðanna á föstudaginn. Þar með tryggði Pétur liði sínu sæti í úrslitarimmunni og er hún þegar hafin.

Kongsberg og Asker Aliens mættust í fyrsta úrslitaleiknum á sunnudaginn og fóru leikar þannig að Asker vann 95:71 í Osló og næsti leikur liðanna verður annað kvöld.

Pétur og félagar voru undir allan leikinn á sunnudaginn og áttu vart raunhæfa möguleika. Warren Peebles, sem lék hér á landi áður en hann fór til Péturs í Noregi, skoraði 16 stig í leiknum á sunnudaginn en stigahæstur var Hawthorne með 20 stig og hjá Asker var það Ofstad sem gerði 20 stig.

Í fimmta leiknum við Oslo Kings gerði Peebles 18 stig en Hawthorne 25 og Thorrud 24. Hjá Oslóarliðinu, sem lék á heimavelli, var Evans sem fyrr stigahæstur, gerði 34 stig.

Lið Asker hefur gengið vel í úrslitakeppninni, vann bæði í átta liða úrslitum og undanúrslitum án þess að taka leik og í undanúrslitunum lék liðið sama leikinn, lagði Ulriken Eagles 3-0.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert