Danero Thomas yfirgefur Þór fyrir ÍR

Danero Thomas í leik með Þór í vetur.
Danero Thomas í leik með Þór í vetur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Danero Thomas hefur yfirgefið herbúðir Þórs á Akureyri og er búinn að semja við ÍR um að leika með liðinu út tímabilið. ÍR greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Eins og mbl.is greindi frá á sunnudag var kappinn ósáttur í herbúðum Þórs og var ekki í leikmannahópnum í tapinu gegn Grindavík það sama kvöld. Þá ferðaðist hann ekki með liðinu í leikinn gegn Skallagrími sem nú er í gangi í Borgarnesi.

Bakvörðurinn hefur leikið hér á landi síðan árið 2013 er hann gekk í raðir KR. Hann hefur einnig spilað með Val, Hamri og Fjölni auk Þórs.

mbl.is