Ísland tryggði sér 11. sæti

Þóra Kristin Jónsdóttir skoraði 12 stig í dag.
Þóra Kristin Jónsdóttir skoraði 12 stig í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann síðasta leik sinn á Evrópumótinu sem fram fer í Ísrael og tryggði sér í leiðinni 11. sætið. Ísland hafði betur gegn Írlandi, 64:54.

Thelma Dís Ágústsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig og Þóra Kristin Jónsdóttir var með 12 stig. 

Íslenska liðið var 21:14 undir eftir fyrsta leikhluta en yfirburðir í öðrum leikhluta lögðu grunninn að góðum sigri. 

mbl.is