Mikið og gott safn ljúfra minninga

Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með Keflavík.
Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frá því að karlalið Keflavíkur í körfubolta varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1989 hefur liðið aldrei þurft að bíða eins lengi og nú eftir stórum titli. Raunar er að verða kominn áratugur síðan Keflavík varð síðast Íslandsmeistari, og liðið vann bikarmeistaratitilinn síðast árið 2012.

Þetta eru staðreyndir sem nífaldir Íslandsmeistarar og sexfaldir bikarmeistarar hafa engan áhuga á að þurfa að kyngja mikið lengur. Þeir hafa eflst umtalsvert í jólafríinu og gætu átt spennandi seinni hluta vetrar eftir.

Á þeim 34 tímabilum sem leikin hafa verið frá því að úrslitakeppnin var tekin upp að nýju, veturinn 1983-84, hefur Keflavík leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 14 skipti. Hins vegar eru að verða liðin átta ár síðan liðið komst síðast í úrslitaeinvígið.

Keflvíkingar sýndu tilburði til að breyta þessu á síðustu leiktíð þegar þeir velgdu KR undir uggum í undanúrslitum, með Amin Stevens og Hörð Axel Vilhjálmsson í fararbroddi, en KR vann einvígið 3:1. Hörður Axel, sem var stoðsendingahæsti leikmaður Dominos-deildarinnar síðasta vetur, sneri aftur til Keflavíkur nú um jólin og gæti virkað sem vítamínsprauta á lið sem þó er aðeins fjórum stigum frá efstu liðum deildarinnar.

Ítarleg umfjöllun um körfuknattleikslið Keflavíkur í karlaflokki má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert