Það mun hjálpa okkur að vera litla liðið

Shalonda Wynton átti glæsilegan leik í dag.
Shalonda Wynton átti glæsilegan leik í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Við héldum okkur við leikskipulagið. Þjálfarinn lagði leikinn mjög vel upp og við fórum eftir hans fyrirmælum og höfðum trú á því,“ sagði Shalonda Wynton, besti leikmaður Njarðvíkur eftir 78:75-sigur á Skallagrími í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta í dag. 

„Þetta var spennandi leikur en við gerðum það sem við lögðum upp með. Við komum í veg fyrir að Carmen fengi boltann og við spiluðum sem lið. Mér líður frábærlega núna. Pressan er farin og við höldum áfram og förum í úrslitaleikinn.“

Njarðvík hefur leikið 15 leiki í Dominos-deildinni og hafa þeir allir tapast. Hún metur möguleikana gegn annaðhvort Keflavík eða Snæfelli í úrslitum góða. 

„Við erum einbeittari í bikarnum því við eigum að vera litla liðið og það hjálpar okkur. Við værum auðvitað til í deildarsigra, en við höldum bara áfram og njótum þess að spila í úrslitum.“

„Ég tel möguleikana okkar góða. Þjálfarinn mun leggja þann leik vel upp og við munum spila eins og lið og gera okkar besta. Það mun hjálpa okkur að vera litla liðið. Það er talað um okkur sem litla liðið alls staðar, en við hlustum ekki á þá,“ sagði Shalonda Winton að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert