Góður fjórði leikhluti tryggði Golden State sigurinn á Milwaukee

Kevin Durant var öflugur fyrir Golden State gegn Bucks.
Kevin Durant var öflugur fyrir Golden State gegn Bucks. AFP

Milwaukee Bucks veittu toppliði Vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, hörkuleik í gærkvöldi í NBA-deildinni í körfuknattleik er níu leikir fóru fram.

Leikurinn fór fram í Milwaukee í Wisconsin-ríki en lokatölur urðu að lokum 108:94 sigur gestanna úr vestrinu sem léku án Stephen Curry sem er frá vegna ökklameiðsla.

Bucks sýndu mikinn karakter í þriðja leikhluta og unnu upp 14 stiga forskot Warriors og fóru inn í fjórða leikhlutann með fjögurra stiga forskot .

Kevin Durant og félagar létu það hins vegar ekki á sig fá og kláruðu leikinn í fjórða leikhluta. Durant skoraði 26 stig og Draymond Green 21 stig.

Giannis Antetokounmpo setti niður 23 stig fyrir Bucks.

Úrslit gærkvöldsins:

125:119 Washington - Orlando
97:95 Indiana - Cleveland
99:88 Charlotte - Utah
105:110 Atlanta - Brooklyn
118:108 Minnesota - New York
94:108 Milwaukee - Golden State
119:113 New Orleans - Portland
87:78 Denver - Memphis
95:112 Phoenix - Houston

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert