Fannst brotið hafa verið fyrir skotið

Kristinn Pálsson var svekktur að loknum leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Ásgarði í Dominos-deildinni í kvöld en sagði Njarðvíkinga geta byggt á spilamennsku sinni í síðari hálfleik. 

„Mjög svekkjandi. Mér fannst við hafa brotið á Kananum þeirra fyrir skotið í restina,“ sagði Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson í samtali við mbl.is í Ásgarði í kvöld.

Anthony Pryor skoraði sigurkörfuna fyrir Stjörnuna 77:75 þegar tæpar 2 sekúndur voru eftir. Njarðvíkingar áttu nokkrar villur til góða áður en Garðbæingar hefðu fengið skotrétt og gátu því brotið á andstæðingunum þannig að Stjarnan hefði bara fengið innkast.

Stjarnan var yfir frá því í upphafi leiks og fram í síðasta leikhlutann en þá náði Njarðvík þriggja stiga forskoti en það dugði ekki til. Róbert Sigurðsson setti niður tvö þriggja stiga skot með örskömmu millibili og kom Stjörnunni aftur yfir.

„Við vorum komnir yfir í fjórða leikhluta en síðan koma þessir risaþristar hjá Róberti,“ sagið Kristinn en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Kristinn Pálsson og Hlynur Bæringsson í leiknum í kvöld.
Kristinn Pálsson og Hlynur Bæringsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert