Kári fingurbrotinn

Kári Jónsson.
Kári Jónsson. mbl.is/Styrmir Kári

Kári Jónsson, einn af lykilmönnum Hauka sem tróna á toppi Dominos-deildar karla í körfuknattleik, fingurbrotnaði á æfingu með íslenska landsliðinu og ljóst er að hann verður frá keppni næstu vikurnar.

„Þetta gerðist á landsliðsæfingunni í fyrradag og við myndatöku í gær kom í ljós smá brot í þumalfingrinum á hægri hendinni,“ sagði Kári í samtali við mbl.is en hann hefur spilað virkilega vel með liði Haukanna, sem hafa tveggja stiga forskot á ÍR-inga þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

„Það er ennþá verið að skoða þetta aðeins betur en ég gæti verið frá keppni í um fjórar vikur. Það þýðir að ég missi af þremur síðustu leikjunum í deildinni en stefnan er að reyna að ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni,“ sagði Kári við mbl.is.

Þetta er mikið áfall fyrir Haukana sem eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kári hefur í stóru hlutverki með Hafnarfjarðarliðinu og hefur skorað að meðaltali 19,8 stig í leik, tekið 4,5 fráköst og átt 5,1 stoðsendingu.

Kári var valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM sem fram fara í Laugardalshöllinni um komandi helgi. Nú er ljóst að hann verður fjarri góðu gamni í þeim leikjum sem og næstu leikjum Haukanna.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 1 2 3
2 Danmörk 1 1 3
3 Ástralía 1 1 0
4 Perú 1 0 0
L M Stig
1 Króatía 1 2 3
2 Ísland 1 1 1
3 Argentína 1 1 1
4 Nígeria 1 0 0
L M Stig
1 Serbía 1 1 3
2 Sviss 1 1 1
3 Brasilía 1 1 1
4 Kostaríka 1 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla