Margrét tekur við af Hildi

Margrét Sturlaugsdóttir.
Margrét Sturlaugsdóttir. Ljósmynd/Karfan.is

Stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hafa ekki setið auðum höndum í dag og hafa ráðið tvo þjálfara, fyrir sitt hvort meistaraflokksliðið. 

Hinn reyndi þjálfari Margrét Sturlaugsdóttir mun stýra kvennaliði Breiðabliks í úrvalsdeildinni næsta vetur en fyrr í dag var tilkynnt að Pétur Ingvarsson yrði þjálfari karlaliðsins. 

Margrét tekur við af Hildi Sigurðardóttur sem lét af störfum að eigin ósk að tímabilinu loknu og ætlar að taka sér frí frá þjálfun. 

Margrét hefur lengi verið viðloðandi körfuboltann, mest í Keflavík, en einnig varðandi ýmis landslið hjá KKÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert