Kristen framlengir við Snæfell

Kristen Denise McCarthy við undirskriftina í gærkvöldi.
Kristen Denise McCarthy við undirskriftina í gærkvöldi. Ljósmynd/UMFS

Kristen Denise McCarthy hefur framlengt samning við körfuknattleiksdeild Snæfells en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Hún skoraði 29,2 stig að meðaltali í úrvalsdeild kvenna á síðustu leiktíð.

Þá tók hún 13,4 fráköst og gaf 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Ásamt því að spila með meistaraflokki Snæfells hefur hún komið að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Hún spilaði með Snæfelli á árunum 2014 til 2015 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015.

mbl.is