Kendall keyrði yfir Garðbæinga

Kendall Lamont Anthony sækir að körfunni á Hlíðarenda í kvöld.
Kendall Lamont Anthony sækir að körfunni á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Hari

Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar liðið tók á móti Stjörnunni í 6. umferð deildarinnar á Hlíðarenda. Leiknum lauk með fimm stiga sigri Valsmanna, 97:92, en Kendall Lamont Anthony fór mikinn í leiknum fyrir Valsmenn og skoraði 34 stig.

Garðbæingar byrjuðu leikinn betur og í fyrstu leit allt út fyrir að Stjörnumenn myndu keyra nokkuð örugglega yfir Valsmenn. Stjarnan náði snemma átta stiga forskoti en þá tók Kendall Anthony sig til og jafnaði leikinn. Mikið jafnfræði var með liðinum í öðrum leikhluta og var staðan jöfn í hálfleik, 49:49.

Garðbæingar byrjuðu seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri og virtist alltaf stefna í að þeir færu með öruggan sigur af hólmi þegar þeir náðu 9 stiga forystu, snemma í þriðja leikhluta. Aftur komu Valsmenn til baka og voru þeir 10 stigum yfir eftir fjórða leikhluta. Garðbæingar reyndu hvað þeir gátu að brúa það bil en það tókst ekki og lokatölur á Hlíðarenda því fimm stiga sigur Valsmanna.

Kendall Anthony skoraði ekki bara 34 stig heldur tók hann sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Vals. Hjá Stjörnunni var Paul Anthony Jones III stigahæstur með 31 stig, 4 fráköst og eina stoðsendingu. Valsmenn er komnir með 2 stig eftir fyrstu sex leiki sína, líkt og Þór Þorlákshöfn og Breiðablik en Stjarnan er í fjórða sætinu með 8 stig.

Valur - Stjarnan 97:92

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild karla, 8. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 4:9, 14:14, 21:19, 23:27, 27:33, 32:38, 41:40, 49:49, 51:57, 58:59, 66:61, 73:63, 78:72, 85:76, 92:84, 97:92.

Valur: Kendall Lamont Anthony 34/7 fráköst/7 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 16, Aleks Simeonov 13/8 fráköst, William Saunders 12/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 10, Ragnar Agust Nathanaelsson 9/4 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 3 í sókn.

Stjarnan: Paul Anthony Jones III 31/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Antti Kanervo 9/5 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 9/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Dúi Þór Jónsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jóhannes Páll Friðriksson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 110

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Valur 97:92 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is