Erum jafnt og þétt að verða betri

Brittany Dinkins var besti leikmaður nóvembermánaðar að mati Morgunblaðsins.
Brittany Dinkins var besti leikmaður nóvembermánaðar að mati Morgunblaðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Segja má að leikur okkar sé jafnt og þétt að smella saman þótt leikurinn í fyrrakvöld gegn Skallagrími hafi kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur sem er annar tveggja leikmanna liðsins sem er í úrvalsliði Dominos-deildarinnar að mati Morgunblaðsins.

Keflavík vann fjórar viðureignir sínar í nóvember og trónir liðið á toppi deildarinnar að loknum 10 umferðum með 16 stig. Reyndar hafa KR og Snæfell sama stigafjölda.

„Valur á örugglega eftir að klífa upp töfluna og blanda sér í toppbaráttuna með þeim þremur liðum sem tróna á toppnum um þessar mundir. Helena Sverrisdóttir er nýkomin til liðs við Val. Hún styrkir liðið gríðarlega mikið,“ sagði Bryndís sem mætti til leiks með Keflavík á nýjan leik eftir að hafa verið fjarri góðu gamni á síðustu leiktíð vegna barnsburðar.

Getum leikið afar vel

Bryndís segir spilamennsku Keflavíkurliðsins hafa verið viðunandi fram til þessa. „Við sýndum í heimaleiknum gegn Snæfelli að við getum leikið hrikalega vel en á móti kemur að við eigum það til að falla niður og leika síður. Við eigum það til að setja í fjórða gír þegar kemur fram í fjórða leikhluta í flestum viðureignum okkar. Viðureignin við Snæfell er sú heilsteyptasta af okkar hálfu. Þá lékum við afar vel á báðum endum vallarins.“

KR kom upp í úrvalsdeildina á nýjan leik í haust eftir veru í 1. deild. Liðið hefur þegar blandað sér í toppbaráttuna. Bryndís segir að það hafi ekki komið á óvart. „KR er með hörkugóða bandaríska konu og tvo Evrópubúa til viðbótar. Þegar þrír góðir erlendir leikmenn eru í hóp í viðbót við þá Íslendinga sem eru fyrir þá er kannski ekki erfitt að búa til lið til þess að vera í toppbaráttu,“ sagði Bryndís sem síður vill skilgreina KR-inga sem sérstaka nýliða í deildinni þótt vissulega hafi lið þeirra komið upp úr 1. deild eftir eins árs veru þar.

Sjá alla greinina og úrvalslið nóvembermánaðar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »