Popovich sá fjórði sigursælasti

Gregg Popovich hefur fimm sinnum orðið NBA-meistari.
Gregg Popovich hefur fimm sinnum orðið NBA-meistari. AFP

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs er orðinn fjórði sigursælasti þjálfari í NBA-deildinni í körfuknattleik frá upphafi. 

Með sigri San Antonio á Phoenix í deildinni í nótt fór hann upp fyrir sjálfan Pat Riley á listanum yfir flesta sigurleiki. Popovich hefur stýrt liðum til sigurs í 1.211 leikjum í deildinni en Riley í 1.210 leikjum. Þess má geta að Pétur Guðmundsson starfaði með þeim báðum á sínum tíma í NBA. Riley stýrði honum hjá Lakers og þegar Pétur var hjá San Antonio var Popovich í þjálfarateyminu. 

Don Nelson toppar listann með 1.335 sigra en Lenny Wilkins kemur næstur með 1.332 sigurleiki og þá Jerry Sloan með 1.221. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert