Kamerúninn fór á kostum

Joel Embiid skoraði 42 stig fyrir Philadelphia.
Joel Embiid skoraði 42 stig fyrir Philadelphia. AFP

Oklahoma City Thunder hafði betur gegn LeBron-lausu LA Lakers-liði þegar liðin áttust við í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Oklahoma fagnaði sigri 107:100 þar sem Paul George skoraði 37 stig og Russell Westbrook náði sinni 115. tvöföldu þrennu á ferlinum en hann skoraði 14 stig, tók 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Kentavious Caldwell-Pope var stigahæstur í liði Lakers með 25 stig en liðið var án stórstjörnunnar LeBron James sem glímir við nárameiðsli.

Kamerúninn Joel Embiid fór mikinn í liði Philadelphia í sigri gegn Phoenix Suns 132:127. Embiid skoraði 42 stig, þar af 30 í fyrri hálfleik, og tók 18 fráköst. Ben Simmons skoraði 29 og J.J. Redick 27. Devin Booker var stigahæstur í liði Phoenix með 37 stig.

Anthony Davis átti flottan leik fyrir New Orleans en það dugði þó ekki til sigurs gegn Brooklyn Nets. Davis skoraði 34 stig og tók hvorki fleiri né færri en 26 fráköst.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Miami 92:117
Charlotte - Dallas 84:122
Chicago - Orlando 84:112
Memphis - Detroit 94:101
LA Lakers - Oklahoma 100:107
Washington - Atlanta 114:98
Brooklyn - New Orleans 126:121
Boston - Minnesota 115:102
Phoenix - Philadelphia 127:132

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert