Þór stóð í toppliðinu

Elvar Már Friðriksson sækir að körfu Þórs í leiknum í …
Elvar Már Friðriksson sækir að körfu Þórs í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Þórsarar úr Þorlákshöfn sóttu topplið Njarðvíkinga heim í Dominos-deild karla í körfuknattleik kvöld og höfðu ekki erindi sem erfiði í þeirri för. Þrátt fyrir hetjulega baráttu frá Þórsurum þurftu þeir að játa sig sigraða á lokaspretti leiksins og lokastaðan 82:76.

Njarðvíkingar eru því áfram á toppnum í Dominos-deildinni, tveimur stigum á undan Tindastóli.

Njarðvíkingar leiddu með 6 stigum í hálfleik en í seinni hálfleik voru Þórsarar sterkari og voru með forystuna allt til loka fjórða leikhluta þar sem bensínið virtist á þrotum hjá þeim og Njarðvíkingar gengu á lagið og kláruðu með sigri. Jeb Ivey leiddi Njarðvíkinga að þessu sinni með 19 stig en hjá Þórsurum var það Kinu Rochford sem skoraði 20 stig. 

Njarðvík - Þór Þ. 82:76

<p>Ljónagryfjan, Úrvalsdeild karla, 10. janúar 2019.</p>

Gangur leiksins:: 2:4, 14:9, 20:17, 23:20, 30:20, 34:27, 39:35, 43:38, 45:46, 50:52, 52:57, 56:59, 61:64, 66:68, 74:72, 82:76.

Njarðvík: Jeb Ivey 19, Elvar Már Friðriksson 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 12/4 fráköst, Mario Matasovic 8/8 fráköst/3 varin skot, Kristinn Pálsson 7/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 7/5 fráköst, Julian Rajic 5/4 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 3, Adam Eiður Ásgeirsson 3.

Fráköst: 29 í vörn, 4 í sókn.

Þór Þ.: Kinu Rochford 20/8 fráköst, Nikolas Tomsick 20/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 14/4 fráköst, Jaka Brodnik 11, Davíð Arnar Ágústsson 10/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 1.

Fráköst: 23 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jóhann Guðmundsson.

Áhorfendur: 400

Njarðvík 82:76 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is