Fleiri sem eiga möguleika á að fara alla leið

Hlynur Bæringsson og samherjar urðu efstir í deildakeppninni.
Hlynur Bæringsson og samherjar urðu efstir í deildakeppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn af vorboðunum ljúfu er úrslitakeppnirnar í boltagreinunum innanhúss og í kvöld verður flautað til leiks í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfuknattleik. KR-ingar hafa einokað Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár en Vesturbæjarliðið hefur fagnað honum fimm ár í röð og spurningin er hvort það bæti sjötta árinu við.

Morgunblaðið fékk Benedikt Guðmundsson, þjálfara kvennaliðs KR og nýráðinn þjálfara kvennalandsliðsins, til að spá í spilin í átta liða úrslitunum en eins og flestir vita hefur Benedikt lengi verið með puttann á púlsinum hvað körfuboltann varðar og veit svo sannarlega sínu viti.

,,Ég held að við fáum enn eina veisluna sem úrslitakeppnin hefur verið undanfarin ár. Mér finnst vera fleiri góð lið núna sem eiga möguleika á að fara alla leið. Það eru mörg lið sem eru búin að tjalda miklu til og ætla sér titil þetta árið. Það er ekki bara pressa á ríkjandi meistara KR eins og hefur verið undanfarin ár heldur hafa fleiri lið lagt mikið undir og telja sig geta orðið Íslandsmeistari,“ sagði Benedikt.

Oddaleikirnir yrðu 1. apríl

STJARNAN – GRINDAVÍK

21., 24. og 27. mars. 29. mars

og 1. apríl ef með þarf.

NJARÐVÍK – ÍR

21., 24. og 27. mars. 29. mars

og 1. apríl ef með þarf.

TINDASTÓLL – ÞÓR Þ.

22., 25., og 28. mars. 30. mars

og 1. apríl ef með þarf.

KEFLAVÍK – KR

22., 25., og 28. mars. 30. mars

og 1. apríl ef með þarf.

Spá Benedikts fyrir rimmurnar fjórar er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert