Þarf að leiðrétta það sem fór úrskeiðis

Jev Ivey, leikmaður Njarðvíkur, var að vonum vonsvikinn eftir tapleik gegn ÍR í kvöld, 70:64, þar sem ÍR minnkaði muninn í 2:1 í einvígi þeirra í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.

Jeb sagði sína menn hafa skort einbeitingu og baráttuhug í kvöld. Jeb hrósaði liði ÍR og sagði þá hafa spilað líkt og líf þeirra væri undir, sem það vissulega var. 

Jeb sagði að eftir leik hafi Einar þjálfari liðsins talað um að liðið væri í ákveðinni holu. Þeir hefðu 48 klukkustundir til að leiðrétta það sem úrskeiðis fór þetta kvöldið og mæta tilbúnir til leiks á föstudag í Breiðholtið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert