Vantaði besta varnarmanninn

Jóhanna Björk Sveinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var að vanda nokkuð hress, þrátt fyrir að hafa tapað nokkuð illa gegn Keflavík í kvöld, 91:67, í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik.

Jóhanna sagði miklu muna að þær Bríet Hinriksdóttur og Auði Ólafsdóttur hafi vantað í lið Stjörnunnar í kvöld en Bríet var meidd og Auður heima veik. Hún sagði miklu muna um Auði sem hefur verið það akkeri í varnarleiknum sem hefur séð um að slökkva í Brittney Dinkins hjá Keflavík. 

Jóhanna viðurkenndi þó að Keflavík hafi alls ekki viljað láta sópa sér út úr þessu einvígi og spilaði þannig. Jóhanna sagði að varnarleikur Stjörnunnar þyrfti að spýta í fyrir komandi leik liðanna en Jóhanna vildi ekki lofa því hvort þetta hafi verið síðasti leikur einvígisins í Keflavík en sagði það alltaf gaman þegar einvígi fara í 5 leiki (oddaleik).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert