Með hraða og góða hittni að vopni

Pavel Ermolinskij átti góðan leik fyrir íslenska liðið í Höllinni …
Pavel Ermolinskij átti góðan leik fyrir íslenska liðið í Höllinni um helgina og skoraði átta stig. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik er á góðri leið með að vinna sinn riðil í forkeppninni fyrir EM 2021 eftir stórsigur á Portúgal 96:68 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Liðið sem vinnur riðilinn fer í undankeppnina sem hefst í vetur. Takist Íslandi að vinna síðasta leik sinn gegn Sviss ytra vinnur Ísland riðilinn. Vinni Sviss hins vegar verða þjóðirnar þrjár jafnar að stigum.

Eftir svo afgerandi sigur á laugardaginn er Ísland í langbestri stöðu og má raunar tapa fyrir Sviss en vinnur samt riðilinn á flestum stigum í plús, svo framarlega sem tapið sé ekki stórt.

Með hraða og góða hittni að vopni var Portúgal engin fyrirstaða. Portúgal hafði þó unnið fyrri leik liðanna naumlega og fylgdi því eftir með mjög öruggum sigri á Sviss í síðustu viku. Leikmenn Portúgals voru því væntanlega með ágætt sjálfstraust í aðdraganda leiksins en það dvínaði fljótt í Laugardalnum.

Vörnin til fyrirmyndar

Í fyrsta lagi spilaði íslenska liðið geysilega öfluga vörn, hvort sem það var þegar sett var pressa á bakverði Portúgals eða þegar menn vörðu körfuna. Nærvera Tryggva Snæs Hlinasonar hefur breytt gífurlega miklu fyrir varnarleik íslenska liðsins. Hæð hans gerir það að verkum að andstæðingarnir þurfa gjarnan að þvinga fram erfið skot nærri körfunni og Tryggvi er laginn við að nota hæðina til að loka á þá.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert