Rekinn frá Snæfelli

Baldur Þorleifsson hefur verið ráðinn tímabundinn þjálfari liðsins.
Baldur Þorleifsson hefur verið ráðinn tímabundinn þjálfari liðsins. mbl.is/Hari

Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur rift samningi sínum við Vladimir Ivankovic en þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins. Ivankovic tók við karlaliði félagsins sumarið 2018 en Snæfell endaði í sjöunda sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð með 4 stig.

Snæfell tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu á föstudaginn síðasta gegn Vestra á heimavelli 114:64. Ivankovic er reynslumikill þjálfari frá Króatíu sem hefur meðal annars þjálfað lið í Króatíu, Serbíu, Þýskalandi og Rúmeníu.

Þá stýrði hann kvennalandsliði Króatíu um tíma. Baldur Þorleifsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Snæfells, mun stýra liðinu tímabundið ásamt Jóni Þór Eyþórssyni.

mbl.is