Gætu komist í efri hlutann ef vel gengur

Björk Gunnarsdóttir er í stóru hlutverk hjá Blikunum.
Björk Gunnarsdóttir er í stóru hlutverk hjá Blikunum. mbl.is/Hari

„Mér líst bara mjög vel á liðið. Við erum með sama kjarna í liðinu og í fyrra. Ég hef fulla trú á okkur,“ sagði Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Breiðabliks, þegar Morgunblaðið spjallaði við hana í gær um tímabilið sem er nýhafið í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik.

„Það eru auðvitað bara þrjár umferðir búnar en mér líst vel á erlendu leikmennina okkar. Þær styrkja hópinn,“ sagði Björk en Breiðablik teflir í vetur fram Violet Morrow frá Bandaríkjunum og Paulu Önnu Tarnachowitz frá Póllandi. Morrow er 22 ára gömul og leikur sem bakvörður en Tarnachowitcz er 28 ára og getur leikið sem framherji eða miðherji.

Ívar stýrir nú Blikunum

Ívar Ásgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er tekinn við liðinu og kemur með mikla reynslu inn í hópinn en lið Breiðabliks er skipað fremur ungum leikmönnum. „Ég er mjög ánægð með hann og hann hefur komið vel inn í þetta. Hann er flottur enda erum við allar rosalega ánægðar með Ívar. Hann er að gera góða hluti. Við vorum með erlendan þjálfara á síðasta tímabili og áherslubreytingarnar eru töluverðar. Við erum ekki með mjög reynt lið en við fengum Fanneyju Lind og Bryndís Hreinsdóttir sem var með okkur á síðasta tímabili er að byrja aftur eftir smá pásu. Þær hafa verið lengi í deildinni og það hjálpar okkur. Á hinn bóginn er Sóllilja farin (til KR) og Ragnheiður (Björk Einarsdóttir) er farin til Bandaríkjanna. Það eru stærstu breytingarnar á leikmannahópnum fyrir utan erlendu leikmennina.“

Sjá viðtalið við Björk og umfjöllun um Breiðablik í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert