Skoruðu bara fjögur stig í framlengingunni

Bradley Beal hjá Washington og Michael Kidd-Gilchrist hjá Charlotte Hornets …
Bradley Beal hjá Washington og Michael Kidd-Gilchrist hjá Charlotte Hornets í leik liðanna í nótt. AFP

Miami Heat styrkti enn stöðu sína í toppbaráttu Austurdeildar NBA í körfubolta í nótt með því að sigra Atlanta Hawks 135:121 í framlengdum leik á Flórída. Gestirnir frá Atlanta skoruðu aðeins fjögur stig í framlengingunni en staðan var 117:117 eftir venjulegan leiktíma.

Miami hefur þar með unnið alla ellefu heimaleiki sína á tímabilinu. Bam Adebayo var með þrefalda tvennu fyrir Miami, sína fyrstu á ferlinum í NBA, en hann skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og átti 11 stoðsendingar.

Philadelphia 76ers er líka áfram með fullt hús stiga á heimavelli eftir sigur á Denver Nuggets, 97:92. Philadelphia hefur unnið alla 13 heimaleikina  en Joel Embiid var atkvæðamestur hjá liðinu með 22 stig, 10 fráköst  og 6 stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Washington 114:107
Philadelphia - Denver 97:92
Miami - Atlanta 135:121 (eftir framlengingu)
Portland - New York 115:87

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert