Hnífjafnar stjörnur í hnífjöfnum leik

Kawhi Leonard hefur verið afar öflugur með LA Clippers í …
Kawhi Leonard hefur verið afar öflugur með LA Clippers í vetur. AFP

Tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfuknattleik skoruðu 36 stig hvor í nótt þegar lið þeirra mættust í spennuleik.

Los Angeles Clippers gerði góða ferð til Texas og lagði þar Dallas Mavericks að velli, 110:107, í eina leiknum sem fram fór í nótt, og styrkti stöðu sína í öðru sæti Vesturdeildarinnar en Dallas er áfram í fimmta sætinu.

Kawhi Leonard hjá Clippers og Luka Doncic hjá Dallas gerðu 36 stig hvor. Leonard náði þrjátíu stigum sjötta leikinn í röð og tók að auki 11 fráköst. Doncic var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu því hann var með 9 slíkar og 10 fráköst.

mbl.is