Seiglusigur KR í Þorlákshöfn

MIchael Craion steig upp á mikilvægu augnabliki í kvöld.
MIchael Craion steig upp á mikilvægu augnabliki í kvöld. mbl.is/Hari

Íslandsmeistarar KR unnu seiglusigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Iceland Glacier-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Leiknum lauk með 76:74-sigri en staðan var jöfn, 70:70, þegar um mínúta var til leiksloka. KR byrjaði leikinn mjög vel og leiddi með 16 stigum eftir fyrsta leikhluta, 25:9.

Þórsarar löguðu stöðuna í öðrum leikhluta og var staðan 39:29, KR í vil, í hálfleik. Þórsarar voru sterkari í þriðja leikhluta og tókst að minnka forskot KR niður í 3 stig. Michael Craion skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir KR þegar mínúta var til leiksloka, kom sínu liði yfir 74:70, og Þórsurum tókst ekki að koma til baka eftir það. 

Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur Íslandsmeistaranna með 19 stig og Michael Craion kom þar á eftir með 14 stig og tólf fráköst. Halldór Garðar Hermannsson var atkvæðamestur hjá Þór með 16 stig. KR er áfram í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig en Þórsarar eru í því áttunda með 12 stig.

Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Hauka í kvöld og var …
Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Hauka í kvöld og var með tvöfalda tvennu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafnfirðingar sterkari í síðari hálfleik

Þá unnu Haukar sterkan útisigur gegn Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi, 94:83. Fjölnismenn leiddu með tíu stigum í hálfleik, 44:34, en Fjölnismenn voru afleitir í þriðja leikhluta þar sem Haukar skoruðu 29 stig gegn 11 stigum Grafarvogsliðsins. Fjölnismönnum tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta og Haukar fögnuðu sigri.

Flenard Whitfield átti stórleik og skoraði 26 stig og tók 21 frákast en hjá Fjölnismönnum var Viktor Moses stigahæstur með 18 stig og átta fráköst. Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig, líkt og KR og Njarðvík, en Fjölnismenn eru á botni deildarinnar með 2 stig, sex stigum minna en Valsmenn, sem eru í næstneðsta sætinu.

Þór Þorlákshöfn - KR 74:76

Icelandic Glacial-höllin, Úrvalsdeild karla, 23. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 6:7, 6:13, 8:15, 9:25, 12:28, 19:31, 24:36, 29:39, 36:44, 42:47, 46:51, 54:57, 60:57, 60:60, 67:69, 74:76.

Þór Þorlákshöfn: Halldór Garðar Hermannsson 16, Jerome Frink 14/12 fráköst, Marko Bakovic 14/13 fráköst, Sebastian Eneo Mignani 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 8, Davíð Arnar Ágústsson 6, Dino Butorac 6, Ragnar Örn Bragason 1.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

KR: Brynjar Þór Björnsson 19, Michael Craion 14/12 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 12, Dino Cinac 12/4 fráköst, Kristófer Acox 6/6 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/7 fráköst, Helgi Már Magnússon 5, Jakob Örn Sigurðarson 2/5 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 130

Fjölnir - Haukar 83:94

Dalhús, Úrvalsdeild karla, 23. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:4, 10:7, 17:11, 22:17, 32:19, 38:24, 44:33, 44:34, 44:40, 46:49, 51:56, 55:63, 61:70, 68:79, 76:87, 83:94.

Fjölnir: Viktor Lee Moses 18/8 fráköst/3 varin skot, Jere Vucica 17/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 16, Srdan Stojanovic 12, Orri Hilmarsson 9/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: Flenard Whitfield 26/21 fráköst, Kári Jónsson 17/4 fráköst, Emil Barja 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 12, Hjálmar Stefánsson 12/4 fráköst, Breki Gylfason 5/5 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 5, Yngvi Freyr Óskarsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 107

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert