Fyrsti áfanginn á langri leið

Tryggvi Snær Hlinason treður með tilþrifum.
Tryggvi Snær Hlinason treður með tilþrifum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir að Ísland kæmist í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta tvisvar í röð, 2015 í Berlín og 2017 í Helsinki, er landsliðið nú í þeirri stöðu að þurfa að brjóta sér leið í gegnum tvö stig í forkeppni til þess að vinna sér sæti í sjálfri undankeppni heimsmeistaramótsins 2023.

Fyrsti áfanginn á fyrsta stiginu er í kvöld þegar Ísland sækir lið Kósóvó heim til Prishtina, en viðureign þjóðanna hefst þar klukkan 18 að íslenskum tíma.

Dýrkeypt tap í Sviss

Tapið slæma í Sviss í forkeppni EM í ágúst 2019 var íslenska liðinu dýrkeypt. Það mátti tapa með 19 stigum en missti leikinn niður í 24 stiga ósigur, 109:85, í hræðilegum fjórða leikhluta í Montreaux. Fyrir vikið missti Ísland af því að leika í undanriðli EM 2021 með Finnlandi, Georgíu og Serbíu og gerði sér um leið næstu undankeppni HM enn erfiðari en ella.

Sú undankeppni hefst í kvöld og heldur áfram í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið kemur þegar Slóvakía kemur í heimsókn en Slóvakía fær Lúxemborg í heimsókn í kvöld í hinum leik fyrstu umferðar.

Langt í hina fjóra leikina

Langt er hins vegar í hina fjóra leikina í riðlinum því Ísland mætir Lúxemborg og Kósóvó í heimaleikjum í lok nóvember á þessu ári. Tveir þeir síðustu eru síðan á útivöllum gegn Slóvakíu og Lúxemborg eftir heilt ár, eða í febrúar 2021.

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert