Sterk í bikarsigri Leicester

Sara Rún Hinriksdóttir
Sara Rún Hinriksdóttir Ljósmynd/FIBA

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir átti góðan leik fyrir Leicester Riders er liðið hafði betur á heimavelli gegn Nottingham Wildcats í breska deildabikarnum í körfubolta í dag. 

Sara skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á hálftíma. Leicester hefur farið vel af stað í deildabikarnum og unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. 

Sara og stöllur hennar verða aftur í eldlínunni á mánudaginn kemur er liðið mætir London Lions. 

mbl.is