Stigahæstur í níunda sigrinum í röð

Hilmar Smári ræðir við þjálfara sinn.
Hilmar Smári ræðir við þjálfara sinn.

Ungmennalið Valencia hafði í dag betur gegn L´Horta Godella á útivelli í spænsku EBA-deildinni en hún er fjórða efsta deild Spánar. Lokatölur urðu 102:62.

Eins og oft áður í vetur var Hilmar Smári Henningsson sterkur hjá Valencia og skoraði 22 stig, tók þrjú fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal tveimur boltum.

Valencialiðið hefur  unnið alla níu leiki sína á tímabilinu og er liðið í toppsæti síns riðils í deildinni.

mbl.is