Keflavík með fullt hús stiga

Blikar réðu illa við Daniellu Wallen í kvöld.
Blikar réðu illa við Daniellu Wallen í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík vann sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Breiðablik í 4. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Smárann í Kópavogi í kvöld en leiknum lauk með 66:56-sigri Keflvíkinga.

Blikar byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 40:36. Keflavík tókst að minnka forskot Blika í þrjú stig í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta hrundi leikur Breiðabliks.

Liðinu tókst einungis að skora 6 stig gegn 18 stigum Keflavíkur og Suðurnesjakonur fögnuðu þægilegum sigri.

Daniela Wallen var stigahæst í liði Keflavíkur með 19 stig og ellefu fráköst en Þórdís Jóna Kristjánsdóttir skoraði 20 stig fyrir Breiðablik.

Keflavík er með 4 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir tvo leiki en Breiðablik er í sjöunda sætinu án stiga eftir fjóra leiki.

Haiden Palmer átti stórleik í Stykkishólmi.
Haiden Palmer átti stórleik í Stykkishólmi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þá skoraði Haiden Palmer 25 stig fyrir Snæfell þegar liðið vann 87:75-sigur gegn  KR í Stykkishólmi en Snæfell náði forystunni í leiknum strax í öðrum leikhluta og lét hana aldrei af hendi.

Annika Holopainen skoraði 29 stig fyrir KR og tók fimm fráköst en það dugði ekki til.

Þetta var fyrsti sigur Snæfells á tímabilinu en liðið er með 2 stig eftir þrjá leiki. KR er án stiga eftir þrjá fyrstu leiki sína.

Breiðablik - Keflavík 56:66

Smárinn, Dominos deild kvenna, 13. janúar 2021.

Gangur leiksins: 1:2, 9:5, 15:5, 21:13, 24:18, 25:23, 34:31, 40:36, 40:39, 42:39, 46:41, 50:47, 50:52, 52:58, 56:63, 56:66.

Breiðablik: Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 20/6 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 10/5 fráköst, Jessica Kay Loera 9/7 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Birgit Ósk Snorradóttir 8/6 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/14 fráköst, Iva Georgieva 3/6 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 19/11 fráköst/6 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Erna Hákonardóttir 8/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 8/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 3, Edda Karlsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen, Stefán Kristinsson.

Snæfell - KR 87:75

Stykkishólmur, Dominos deild kvenna, 13. janúar 2021.

Gangur leiksins: 6:0, 8:2, 15:11, 17:17, 28:24, 36:30, 44:31, 50:34, 54:41, 58:47, 63:51, 65:58, 72:60, 79:66, 87:71, 87:75.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 25/8 fráköst/8 stoðsendingar/11 stolnir, Anna Soffía Lárusdóttir 19/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 13, Emese Vida 12/10 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 7/5 fráköst, Kamilé Berenyté 6/5 fráköst, Dagný Inga Magnúsdóttir 3, Vaka Þorsteinsdóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn.

KR: Annika Holopainen 29/5 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 11/11 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 7/7 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/5 fráköst, Helena Haraldsdóttir 5, Ingvarsdóttir Anna Fríða 3.

Fráköst: 27 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Bjarki Þór Davíðsson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert