Ráðast úrslitin í Reykjanesbæ?

Hörður Axel Vilhjálmsson fagnar með stuðningsmönnum Keflavíkur í Vesturbæ á …
Hörður Axel Vilhjálmsson fagnar með stuðningsmönnum Keflavíkur í Vesturbæ á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík getur tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðið fær KR í heimsókn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum í Blue-höllina í Keflavík klukkan 20:15.

Keflavík leiðir 2:0 í einvíginu en fyrsta leiknum í Keflavík lauk með 89:81-sigri Keflavíkur og öðrum leiknum lauk með 91:82-sigri Keflavíkur í Vesturbæ.

Það er ljóst að róðurinn fyrir KR verður þungur í kvöld en Keflavík hefur unnið sautján leiki í röð í deild og úrslitakeppni og tapaði síðast 29. janúar gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Leikur Keflavíkur og KR verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is