Philadelphia jafnaði metin

Donovan Mitchell og Royce O'Neale fagna sigri í nótt.
Donovan Mitchell og Royce O'Neale fagna sigri í nótt. AFP

Donovan Mitchell fór á kostum fyrir Utah Jazz þegar liðið tók á móti LA Clippers í fyrsta leik liðanna í 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt.

Leiknum lauk með 112:109-sigri Utah Jazz í spennuþrungnum leik en Mitchell skoraði 45 stig fyrir Utah.

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en Utah leiddi með átta stigum þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka og Clippers tókst ekki að snúa leiknum sér í vil.

Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með 23 stig og sjö fráköst.

Þá átti Joel Embiid sannkallaðan stórleik fyrir Philadelphia 76ers þegar liðið tók á móti Atlanta Hawks í öðrum leik liðanna sem lauk með 118:102-sigri Philadelphia.

Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig ásamt því að taka þrettán fráköst en með sigrinum tókst Philadelphiu að jafna metin í 1:1 í einvíginu.

Úrslit næturinnar:

Utah Jazz 112:109 LA Clippers, Utah leiðir 1:0 í einvíginu

Philadelphia 76ers: 118:102 Atlanta Hawks, Staðan er 1:1 í einvíginu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert