Vestri upp í efstu deild

Vestri er kominn upp í efstu deild.
Vestri er kominn upp í efstu deild. mbl.is/Árni Sæberg

Vestri tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta með 100:82-heimasigri á Hamri í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi í kvöld. Vestri vann einvígið 3:1.

Vestri vann fyrsta leikhlutann 29:16 og var staðan í hálfleik 59:28. Hamar átti enga möguleika á að jafna í seinni hálfleik og Vestfirðingar fögnuðu vel.

Ken-Jah Bosley skoraði 27 stig fyrir Vestra og Gabriel Adersteg gerði 20 stig og tók átta fráköst. Nemanja Knezevic og Hilmir Hallgrímsson bætti við 15 stigum hvor. Pálmi Geir Jónsson gerði 17 stig fyrir Hamar og Ruud Lutterman 14.

Vestri - Hamar 100:82

Ísafjörður, 1. deild karla, 11. júní 2021.

Gangur leiksins:: 5:4, 14:8, 19:14, 29:16, 40:21, 48:28, 54:28, 56:28, 63:36, 69:43, 77:52, 83:55, 91:64, 97:67, 99:74, 100:82.

Vestri: Ken-Jah Bosley 27/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gabriel Adersteg 20/8 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 15/4 fráköst, Nemanja Knezevic 15/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hugi Hallgrímsson 8/4 fráköst/5 varin skot, Marko Dmitrovic 5/10 fráköst/9 stoðsendingar, Friðrik Heiðar Vignisson 4, Arnaldur Grímsson 3/4 fráköst, Gunnlaugur Gunnlaugsson 3.

Fráköst: 35 í vörn, 14 í sókn.

Hamar: Pálmi Geir Jónsson 17/7 fráköst, Ruud Lutterman 14/6 fráköst, Jose Medina Aldana 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Ragnar Magni Sigurjónsson 11, Ragnar Jósef Ragnarsson 11/7 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 7/8 fráköst, Steinar Snær Guðmundsson 5, Maciek Klimaszewski 4/6 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 180

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert