Darri hættur með KR-inga - Helgi næstur?

Darri Freyr Atlason er hættur með KR.
Darri Freyr Atlason er hættur með KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Darri Freyr Atlason hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs KR í körfuknattleik eftir að hafa stýrt liðinu aðeins eitt tímabil en karfan.is skýrði frá þessu í kvöld.

KR-ingar, sem höfðu unnið meistaratitilinn samfleytt frá 2014, enduðu í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar í vetur en komust síðan í undanúrslitin þar sem þeir féllu gegn Keflvíkingum.

Karfan.is segir jafnframt að samkvæmt sínum heimildum sé talið líklegt að Helgi Már Magnússon taki við liðinu en hann lék með því í vetur. Helgi var spilandi þjálfari KR-inga tímabilið 2012-13.

mbl.is