Landsliðshópurinn sem fer til Eistlands

Ægir Þór Steinarsson er leikjahæsti leikmaður hópsins sem fer til …
Ægir Þór Steinarsson er leikjahæsti leikmaður hópsins sem fer til Eistlands í dag. Ljósmynd/FIBA

Craig Pederson, landsliðsþjálfari Íslenska karlaliðsins í körfuknattleik, hefur valið 14 manna hóp sem leikur tvo vináttulandsleiki úti gegn Eistlandi, miðvikudag og fimmtudag.

Landsliðið var kallað saman til æfinga í síðustu viku en fram undan eru gríðarlega mikilvægir leikir í lokaumferð forkeppni heimsmeistaramótsins 2023. Þá mun Ísland leika fjóra leiki gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli, dagana 12.-17. ágúst í Svartfjallalandi.

En fyrst verða leiknir tveir vináttuleikir gegn Eistlandi. Einhverjir leikmenn gáfu ekki kost á sér fyrir þetta verkefni en hópurinn sem heldur út til Eistlands í dag er eftirfarandi:

Nafn, félag · landsleikir

Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50
Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16
Kristinn Pálsson, Grindavík · 17
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40
Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14
Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert