Grindvíkingar styrkja sig – Lithái í ÍR

Grindvíkingar styrkja sig.
Grindvíkingar styrkja sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik eru búin að sækja sér liðstyrk fyrir komandi tímabil, en þau leika bæði í efstu deild. Karlalið ÍR hefur þá nælt sér í sterkan miðherja frá Litháen.

Bandaríski framherjinn Malik Benlevi og spænski framherjinn Ivan Aurrecoechea eru báðir búnir að semja við karlalið Grindavíkur.

Kvennaliðið hefur þá samið við bandaríska bakvörðinn Robbi Ryan.

Karlalið ÍR nældi svo í litháíska miðherjann Tomas Zdanavicius.

Bandaríski bakvörðurinn Ken-Jah Bosley mun svo leika áfram með Vestra sem verður nýliði í úrvalsdeildinni á komandi tímabili, en hann lék afar vel í næstefstu deild á síðasta tímabili þegar Vestfjarðaliðið komst upp um deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert