Ægir óstöðvandi í fyrsta deildarleiknum

Ægir Þór Steinarsson átti stórleik á Spáni.
Ægir Þór Steinarsson átti stórleik á Spáni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Gipuzkoa vann í kvöld sannfærandi 105:76-útisigur á Almansa í 1. umferð B-deildar Spánar í körfubolta.

Ægir Þór Steinarsson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Gipuzkoa og er óætt að segja að íslenski landsliðsmaðurinn hafi slegið í gegn í frumrauninni.

Ægir skoraði 27 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast á 24 mínútum. Hann hitti úr sjö af átta tveggja stiga skotum sínum og þremur af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá nýtti hann öll fjögur vítin sín.

mbl.is