Litháinn setti persónulegt met

Jonas Valanciunas átti sannkallaðan stórleik.
Jonas Valanciunas átti sannkallaðan stórleik. AFP

Litháinn Jonas Valanciunas átti setti persónulegt met í NBA-deildinni í körfuknattlek í nótt þegar hann fór fyrir sínu liði New Orleans Pelicans þegar liðið vann 123:104-sigur gegn LA Clippers á útivelli í nótt.

Valanciunas skoraði 39 stig sem er hæsti stigafjöldi sem hann hefur skorað í deildinni. Þá tók hann fimmtán fráköst í leiknum og gaf þrjár stoðsendingar. Valanciunas sem er miðherji tók sjö þriggja stiga skot í fyrri hálfleik og hitti úr þeim öllum. Alls setti hann niður sjö þrista í leiknum en átti aðeins eina slíka tilraun í síðari hálfleik. 

Litháinn, sem er 29 ára gamall, kom inn í deildina árið 2012 þegar hann samdi við Toronto Raptors en hann hefur einnig leikið með Memphis Grizzlies.

New Orleans Pelicans er í fjórtánda sæti vesturdeildarinnar með sex sigra en LA Clippers er í sjötta sæti í vesturdeildinni með ellefu sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Philadelphia – Orlando 101:96
Miami – Denver  111:120
Chicago – Charlotte 133:119
Houston – Oklahoma 102:89
Minnesota – Indiana 100:98
Dallas – Cleveland 96:114
San Antonio – Washington 116:99
Utah – Portland 129:107
LA Clippers – New Orleans 104:123

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert