Stigahæst í sætum sigri

Sara Rún Hinriksdóttir lék vel.
Sara Rún Hinriksdóttir lék vel. mbl.is/Óttar Geirsson

Phoenix Constanta hafði betur gegn Targu Secuiesc á heimavelli í efstu deild rúmenska körfuboltans í dag, 77:69, eftir framlengdan leik.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 65:65 og því þurfti að framlengja. Að lokum var Phoenix-liðið mun sterkara í framlengingunni.

Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst allra með 18 stig fyrir Phoenix og þá tók hún einnig fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu á 32 mínútum. Sara og Phoenix eru í 6. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki.

mbl.is