Lék til úrslita 2001 og er í úrslitum 2022

Axel Kárason í leik með Tindastóli í vetur.
Axel Kárason í leik með Tindastóli í vetur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Axel Kárason körfuknattleiksmaður frá Sauðárkróki hefur unnið það einstaka afrek að vera kominn í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil karla með 21 árs millibili.

Axel var í liði Tindastóls árið 2001 þegar það lék til úrslita gegn Njarðvík um Íslandsmeistaratitilinn en mátti sætta sig við 3:1 ósigur og silfurverðlaunin.

Hann er í Tindastólsliðinu sem í kvöld tryggði sér sigur í undanúrslitaeinvíginu gegn Njarðvík, 3:1, með sigri á Sauðárkróki, og leikur til úrslita gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn 2022.

Þetta verður alls í fjórða sinn sem Axel leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Hann var í liði Skallagríms sem tapaði 3:1 fyrir Njarðvík í úrslitunum 2006 og aftur með Tindastólsliðinu sem tapaði 3:1 fyrir KR í úrslitaeinvíginu árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert