Langri bið Vals lokið

Valur er Íslandsmeistari 2022.
Valur er Íslandsmeistari 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik í fyrsta skipti í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73:60, í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld.

Þar með lauk mögnuðu einvígi liðanna með 3:2 sigri Vals og Tindastólsmenn urðu að sætta sig við að tapa í úrslitum Íslandsmótsins í fjórða skipti í sögunni og þurfa enn að bíða eftir því að geta komið með Íslandsbikarinn eftirsótta í Skagafjörðinn.

Í þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða fengu bæði liðin fullt af tækifærum til að skora sem ekki nýttust. Bæði liðin spiluðu reyndar mjög öfluga vörn sem spilaði þar inn í sem og taugaspennan sem fylgir leikjum þar sem allt tímabilið er undir. Stólarnir geta horft til þessa kafla í leiknum.

Við höfum séð þetta áður í spennuþrungnum úrslitaleikjum. Þetta eru sjaldan leikir þar sem menn sýna lipurlegustu tilþrifin en menn fá tækifæri til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hverjir þola spennuna og geta haldið einbeitingu. Skagfirðingar hittu illa í síðari hálfleik og þar spilar spennustigið inn í sem og öflug vörn Vals.

Sjáðu umfjöllunina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »