Eiginkona Bridges lýsir hrottalegu heimilisofbeldi í sinn garð

Miles Bridges í leik með Charlotte Hornets.
Miles Bridges í leik með Charlotte Hornets. AFP

Körfuknattleiksmaðurinn Miles Bridges, leikmaður Charlotte Hornets í NBA-deildinni, var í vikunni handtekinn grunaður um gróft heimilisofsbeldi í garð eiginkonu sinnar, Micheylle Johnson.

Johnson birti í morgun færslu á Instagram-aðgangi sínum með myndum af áverkum sínum eftir árás Bridges og skýrslu af bráðamóttöku vegna árásarinnar.

Í færslunni segist Johnson vera komin með nóg af ofbeldi í sinn garð og að tímabært sé að Bridges leiti sér hjálpar.

„Mig verkjar í hjartað vegna þess að ég hef alltaf búið yfir von og ást en eins ógnvænlegt og það er fyrir mig að gera þetta þá er tímabært að ég standi með sjálfri mér.

Ég mun ekki vera þögul með það fyrir augum að vernda aðra lengur því ég met sjálfa mig og börnin mín meira en „ímynd“ einhvers.

Brotið nef og úlnliður, rifin hljóðhimna, rifnir vöðvar í hálsi mínum eftir að hafa verið kyrkt þar til ég missti meðvitund og alvarlegur heilahristingur,“ skrifaði Johnson meðal annars.

Greindi hún í leiðinni frá því að börn sín hafi verið vitni að árás Bridges.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert