Grindavík vann deildarmeistarana

Hulda Björk Ólafsdóttir átti fínan leik fyrir Grindavík.
Hulda Björk Ólafsdóttir átti fínan leik fyrir Grindavík. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Grindavík fer vel af stað í Subway-deild kvenna í körfubolta en liðið lagði deildarmeistara Fjölnis á heimavelli, 87:75, í fyrstu umferðinni í kvöld.

Grindvíkingar byrjuðu miklu betur, unnu fyrsta leikhlutann 27:16 og var staðan í hálfleik 59:38. Fjölnir lagaði stöðuna í seinni hálfleik en sigur Grindvíkinga var aldrei í hættu.

Danielle Rodríguez skoraði 36 stig og tók 9 fráköst fyrir Grindavík og fyrirliðinn Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 13 stig og tók sex fráköst.

Urté Slavickaite skoraði 22 stig fyrir Fjölni og fyrirliðinn Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 16 stig og tók átta fráköst.  

HS Orku-höllin, Subway deild kvenna, 21. september 2022.

Gangur leiksins:: 8:2, 12:8, 22:9, 27:16, 34:18, 41:28, 49:34, 56:38, 61:40, 65:43, 67:45, 73:53, 78:58, 81:62, 81:69, 87:75.

Grindavík : Danielle Victoria Rodriguez 36/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 13/6 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 11/5 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 11/9 stoðsendingar, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 9/15 fráköst, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 3, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 1/5 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

Fjölnir: Urté Slavickaite 22/4 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 16/8 fráköst, Simone Sill 12/14 fráköst, Victoria Donise Morris 11/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/6 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 3, Heiður Karlsdóttir 2/10 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 20 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert