Liðin úr 1. deild stóðu í úrvalsdeildarliðunum

Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór á kostum fyrir Hamar. Jordan Semple …
Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór á kostum fyrir Hamar. Jordan Semple var sterkur hjá KR. mbl.is/Árni Sæberg

KR, Grindavík og Höttur úr úrvalsdeildinni tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta með sigrum á liðum úr 1. deild.

Grindavík vann 109:101-heimasigur á Ármanni á heimavelli. Ármann var með 30:28-forskot eftir fyrsta leikhluta en Grindavík var skrefi á undan nánast allan leikinn eftir það.

David Azore skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Grindavík og Bragi Guðmundsson skoraði 30 stig. Guðjón Hlynur Sigurðarson skoraði 29 fyrir Ármann og Austin Magnus Bracey 24 stig.

KR vann 79:66-sigur á Hamri á heimavelli. KR vann fyrsta leikhlutann 25:14 og voru næstu þrír leikhlutar afar jafnir.

Jordan Semple skoraði 16 stig og tók 13 fráköst fyrir KR og Ragnar Ágúst Nathanaelsson skoraði 21 stig og tók 19 fráköst fyrir Ármann.

Þá vann Höttur 92:83-útisigur á Selfossi. Fyrsti og fjórði leikhluti voru jafnir en Hattarmenn voru sterkari í öðrum og þriðja leikhluta og lögðu með því grunninn að sigrinum.

David Ramos skoraði 25 stig fyrir Hött og Srdan Stojanovic skoraði 21 og gaf 11 stoðsendingar fyrir Selfoss.

Grindavík - Ármann 109:101

HS Orku-höllin, VÍS-bikar karla, 31. október 2022.

Gangur leiksins: 5:5, 14:13, 21:21, 28:30, 35:36, 43:39, 54:45, 57:51, 64:54, 72:57, 75:67, 77:74, 87:81, 95:85, 104:91, 109:101.

Grindavík: David Tinarris Azore 32/8 fráköst/8 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 30/5 fráköst, Gkay Gaios Skordilis 9/7 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 9, Arnór Tristan Helgason 8, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Nökkvi Már Nökkvason 7, Valdas Vasylius 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Engill Valgeirsson 1/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Ármann: Guðjón Hlynur Sigurðarson 29/5 fráköst, Austin Magnus Bracey 24/5 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Már Gíslason 21/5 fráköst, William Thompson 12/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 12/8 fráköst/10 stoðsendingar, Halldór Fjalar Helgason 3.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Arnar Þór Þrastarson.

Áhorfendur: 167.

Selfoss - Höttur 83:92

Vallaskóli, VÍS-bikar karla, 31. október 2022.

Gangur leiksins: 5:2, 11:2, 16:10, 22:21, 26:21, 33:30, 37:37, 43:45, 48:54, 50:61, 56:66, 61:72, 67:79, 73:81, 78:89, 83:92.

Selfoss: Srdan Stojanovic 21/5 fráköst/11 stoðsendingar, Kennedy Clement Aigbogun 16/5 fráköst/3 varin skot, Gerald Robinson 15/7 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 14, Arnaldur Grímsson 12/11 fráköst, Ísar Freyr Jónasson 3, Dusan Raskovic 2.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Höttur: David Guardia Ramos 25/4 fráköst, Timothy Guers 16/7 stoðsendingar/7 stolnir, Obadiah Nelson Trotter 15/6 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 11/5 fráköst, Juan Luis Navarro 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Gísli Þórarinn Hallsson 5, Nemanja Knezevic 4, Andri Björn Svansson 3, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Stefán Kristinsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 61.

KR - Hamar 79:66

Meistaravellir, VÍS-bikar karla, 31. október 2022.

Gangur leiksins: 6:5, 8:6, 18:12, 25:14, 31:16, 31:22, 39:26, 42:31, 51:38, 51:41, 57:46, 60:49, 64:51, 71:58, 75:61, 79:66.

KR: Jordan Semple 16/13 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Þorvaldur Orri Árnason 13/5 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 12/4 fráköst, Roberts Freimanis 10/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 9/5 fráköst/6 stoðsendingar, Saimon Sutt 7, Philip Pujan Jalalpoor 5/7 stoðsendingar, Lars Erik Bragason 4, Þorsteinn Finnbogason 3.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Hamar: Ragnar Agust Nathanaelsson 21/19 fráköst/6 varin skot, Jose Medina Aldana 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 11/5 fráköst, Haukur Davíðsson 6, Snorri Þorvaldsson 5, Daði Berg Grétarsson 3/9 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 3/6 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Elías Karl Guðmundsson.

Áhorfendur: 77.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert