Tíundi erlendi leikmaðurinn í KR

KR-ingar hafa verið í miklum vandræðum á leiktíðinni.
KR-ingar hafa verið í miklum vandræðum á leiktíðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við hinn bandaríska Antonio Williams og mun hann leika með karlaliði félagsins út yfirstandandi leiktíð.

Williams verður tíundi erlendi leikmaður liðsins á leiktíðinni, en miklar hrókeringar hafa verið á leikmannahópi liðsins á tímabilinu. Félagið hefur samið við fjölmarga leikmenn, en einnig sent fjölmarga heim.

Williams lék síðast með Plymouth City Patriots í efstu deild Bretlands. Hann skoraði 17,6 stig í leik, tók 4,3 fráköst og gaf 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Hann hefur einnig leikið í Kanada og í Eistlandi.

KR er í botnsæti Subway-deildarinnar, með aðeins tvö stig eftir tólf leiki, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert