„Mér líður svolítið eins og við höfum unnið“

Jana Falsdóttir á fleygiferð í leiknum í kvöld.
Jana Falsdóttir á fleygiferð í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Jana Falsdóttir, sem þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu í körfubolta í kvöld í naumu tapi gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2025, kom af miklum krafti inn í leikinn.

Jana skoraði 2 stig, tók 2 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á tæpum 9 mínútum. Mestu munaði þó um framlag hennar varnarlega. Hún var gríðarlega ákveðin og aggressív og stundum var eins og íslensku stelpurnar væru fleiri inni á vellinum, slík var yfirferðin á sérstaklega henni og Ísold Sævarsdóttur.

 

Ætlaði að pirra Tyrkina

Jana segist í samtali við mbl.is vera mjög ánægð með eigin frammistöðu. Hún hafi ætlað að pirra tyrknesku stelpurnar í varnarleik sínum. „Ég hugsaði, ef ég fer inná þá ætla ég að vera góð í vörn.“

Hún segir tyrkneska liðið mjög sterkt og segir íslenska liðið mjög sátt við frammistöðuna.

„Mér líður svolítið eins og við höfum unnið þennan leik þar sem við stóðum okkur svo vel. Við erum ekki að spila aftur fyrr en eftir ár. Við erum með mjög gott lið og ég held að dframhaldið verði mjög gott.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert