Klár í slag­inn: MMA þátt­ur fjögur

Mbl.is sýn­ir nú fjórða þátt­inn af „Klár í slag­inn“ sem Reykja­vík MMA gef­ur út. Tilefnið er níu Íslendingar sem berjast í Leeds á Englandi. Bjarki Þór Pálsson, yfirþjálfari Reykjavík MMA, leiðir hópinn út ásamt Ívari Orra Ómarssyni, aðstoðarþjálfara. 

Keppendurnir eru allir að stíga sín fyrstu skref í MMA og berjast á svokölluðu Interclub-móti þar sem notast er við legghlífar og eru lotur styttri en í hefðbundnum MMA bardaga. 

Hægt er að fylgjast nánar með ferðalaginu á Instagram-síðu Reykjavík MMA

Íslenski hópurinn er mættur til Leeds.
Íslenski hópurinn er mættur til Leeds. Ljósmynd/Reykjavík MMA
mbl.is