Annað Íslandsmet hjá Helgu

Helga Kolbrún Magnúsdóttir (fremst á mynd) setti tvö Íslandsmet í …
Helga Kolbrún Magnúsdóttir (fremst á mynd) setti tvö Íslandsmet í bogfimi um helgina. Sportmyndir.is

Keppni í bogfimi á WOW Reykjavik International Games fór fram í Bogfimisetrinu við Dugguvog um helgina. Keppt var með bæði sveigboga og trissuboga. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og þurfti að fara í bráðabana í úrslitaviðureignum í trissuboga karla og sveigboga kvenna þar sem skotið var einni ör og dómari dæmdi hvor var nær miðju.

Eitt Íslandsmet var sett í útsláttarkeppninni. Helga Kolbrún Magnúsdóttir setti Íslandsmet í útslætti í trissuboga þegar hún skoraði 146 stig, gamla metið var 145. Í undankeppninni í gær slógu tveir keppendur sín eigin Íslandsmet, Sigurjón Atli Sigurðsson í sveigboga með 579 stigum en fyrra metið var 577 stig og Helga Kolbrún Magnúsdóttir í trissuboga með 576 stigum en fyrra metið var 575 stig frá 2014.

Verðlaunahafar í bogfimi voru eftirfarandi:

Sveigbogi karla

  1. Sigurjón Atli Sigurðsson, Ísland
  2. Jogvan Magnus Andreasen, Færeyjar
  3. Ragnar Thor Hafsteinsson, Ísland

Sveigbogi kvenna

  1. Kelea Quinn, Þýskaland
  2. Astrid Daxböck, Ísland
  3. Armelle Decaulne, Frakkland

Trissubogi karla

  1. Carl Johan Bengtsson, Svíþjóð
  2. Jógvan Niclasen, Færeyjar
  3. Alfreð Birgisson, Ísland

Trissubogi kvenna

  1. Helga Kolbrún Magnúsdóttir, Ísland
  2. Sherry Gale, Ástralía
  3. Eowyn Marie A. Mamalias, Ísland

Nánari úrslit úr bogfimi.

Myndbönd frá keppninni

Carl Johan Bengtsson frá Svíþjóð sigraði í trissuboga karla.
Carl Johan Bengtsson frá Svíþjóð sigraði í trissuboga karla. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert