Rafíþróttameistarar Reykjavíkurleikanna

Lið Fylkis sigraði í Counter Strike í rafíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna.
Lið Fylkis sigraði í Counter Strike í rafíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Mynd/Rafíþróttasamtök Íslands

Rafíþróttir voru hluti af Reykjavíkurleikunum í annað sinn í ár en keppnin fór fram í Háskólabíói. Keppt var í þremur tölvuleikjum Counter Strike: Global Offensive, FIFA 20 og League of Legends.

Liðið Dusty sigraði lið FH í úrslitum í League of Legends. Sigurlið Dusty skipuðu þeir Páll Jakobsson, Mikael Dagur Hallsson, Garðar Snær Björnsson og Aron Gabríel Guðmundsson og Gísli Freyr Sæmundsson. 

Í Counter Strike var það lið Fylkis sem sigraði liðið Tropadeleet í úrslitum. Í úrslitaleiknum þurfti að framlengja margoft og endaði leikurinn á því að standa yfir í heilar 7 klukkustundir. Í sigurliðinu voru Bjarni Þór Guðmundsson, Þorsteinn Friðfinnsson, Stefán Ingi Guðjónsson, Gunnar Ágúst Thoroddsen og Eðvarð Þór Heimisson

Lið KR sigraði í FIFA 20 keppninni. Í úrslitum mættu þeir sameiginlegu liði FH og Fylkis og sigruðu 3-1. Í sigurliði KR voru Orri Þórisson og Agnar Þorláksson.

Rafíþróttameistarar Reykjavíkurleikanna voru því Dusty, Fylkir og KR. 

Rafíþróttamaður helgarinn var valinn Garðar Snær Björnsson úr League of Legends liði Dusty.

Orri “Viktorinn” Þórisson og Agnar “Aggith” Þorláksson voru í liði …
Orri “Viktorinn” Þórisson og Agnar “Aggith” Þorláksson voru í liði KR sem sigraði FIFA 20 keppni Reykjavíkurleikanna. Skjáskot af Facebook
Liðið Dusty sigraði í League of Legends
Liðið Dusty sigraði í League of Legends Skjáskot af Facebook
Rafíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Háskólabíó.
Rafíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Háskólabíó. ÍBR/Ólafur Þórisson
Keppnin var í beinni útsendingu á netinu en einnig var …
Keppnin var í beinni útsendingu á netinu en einnig var hægt að fylgjast með í einum af bíósölum Háskólabíós. ÍBR/Ólafur Þórisson
mbl.is